top of page
Dropinn aðalLogo JPG-02_edited.jpg
Search

Aðalfundur Dropans 2025

Stjórn Dropans boðar til aðalfundar föstudaginn 28.febrúar 2025 kl 18:00

Fundurinn verður haldinn í skátaheimili Mosverja í Álafosskvos Mosfellsbæ. Athugið að ekki má leggja í stæði merkt íbúum svæðisins. Leggja má við stóra bílastæðið við Ásgarð/Álafossbúðina

Á dagskrá fundarins er meðal annars:

Lögbundin aðalfundarstörf.

Lagabreyting:

Borist hefur tillaga þess efnis að sameina stjórnir Dropans og Diabetes á Íslandi. Skv. tillögunni verður stjórnir félaganna sameinaðar en fjárhagur og starfsemi verður áfram aðskildur.

Ársreikningur kynntur.

Kosning í stjórn Dropans. Meðal annars vantar í stöðu gjaldkera og meðstjórnanda.

Kynning á dagskrá og starfi Dropans árið 2025.

Boðið verður uppá drykki og léttar veitingar.

Á staðnum er aðstaða fyrir börn sem koma með foreldrum sínum og verður haft ofan af fyrir börnunum á meðan á fyrirlestrum stendur. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn Dropans geta sett sig í samband við formann, Birgir H í síma 899-8422 eða sent póst tölvupóstfangið birgir@birgirh.is

Búseta utan höfuðborgar er engin fyrirstaða.

Vinsamlega skráið ykkur á viðburðinn Aðalfundur Dropans 2024

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja,

Stjórnin

 
 
 

Recent Posts

See All
Útilega Dropans 2025

Kæru foreldrar, Við viljum upplýsa ykkur um að Dropinn hefur tekið frá tjaldsvæðið í Þykkvabænum fyrir félagsmenn helgina 28.–30. júní....

 
 
 
Frestun á aðalfundi 2025

Því miður þá þarf stjórn Dropans að fresta áður auglýstum aðalfundi árs 2025 vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna. Ný dagsetning...

 
 
 

Comments


Dropinn_aðalLogo_JPG-02-removebg-preview.png

Dropinn, styrktarfélag sykursjúkra barna Arnarhraun 23
220 Hafnarfjörður
dropinn@dropinn.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Youtube
Skráning á póstlista

Takk fyrir skráninguna

©2024 by Dropinn.is

bottom of page