top of page
Dropinn aðalLogo JPG-02_edited.jpg
Search

Aðalfundur Dropans 2025

Stjórn Dropans boðar til aðalfundar föstudaginn 28.febrúar 2025 kl 18:00

Fundurinn verður haldinn í skátaheimili Mosverja í Álafosskvos Mosfellsbæ. Athugið að ekki má leggja í stæði merkt íbúum svæðisins. Leggja má við stóra bílastæðið við Ásgarð/Álafossbúðina

Á dagskrá fundarins er meðal annars:

Lögbundin aðalfundarstörf.

Lagabreyting:

Borist hefur tillaga þess efnis að sameina stjórnir Dropans og Diabetes á Íslandi. Skv. tillögunni verður stjórnir félaganna sameinaðar en fjárhagur og starfsemi verður áfram aðskildur.

Ársreikningur kynntur.

Kosning í stjórn Dropans. Meðal annars vantar í stöðu gjaldkera og meðstjórnanda.

Kynning á dagskrá og starfi Dropans árið 2025.

Boðið verður uppá drykki og léttar veitingar.

Á staðnum er aðstaða fyrir börn sem koma með foreldrum sínum og verður haft ofan af fyrir börnunum á meðan á fyrirlestrum stendur. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn Dropans geta sett sig í samband við formann, Birgir H í síma 899-8422 eða sent póst tölvupóstfangið birgir@birgirh.is

Búseta utan höfuðborgar er engin fyrirstaða.

Vinsamlega skráið ykkur á viðburðinn Aðalfundur Dropans 2024

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja,

Stjórnin

 
 
 

Recent Posts

See All
Boð frá Forseta Íslands til Dropans

Við erum hætt að taka á móti skráningum barna á þennan viðburð. Húsnæði forseta Íslands á Bessastöðum er ekki það stórt að það taki endalaust við og við erum þegar búin að skrá þann fjölda barna sem

 
 
 
Keila og pizza !!

Pizzu- og keilusíðdegi með Dropanum! Dropinn býður til skemmtilegs pizzu- og keilusíðdegis sunnudaginn 16. nóvember í keiluhöllinni Egilshöll, þar sem við ætlum að hittast, spjalla og hafa gaman saman

 
 
 
Útilega Dropans 2025

Kæru foreldrar, Við viljum upplýsa ykkur um að Dropinn hefur tekið frá tjaldsvæðið í Þykkvabænum fyrir félagsmenn helgina 28.–30. júní....

 
 
 

Comments


Dropinn_aðalLogo_JPG-02-removebg-preview.png

Dropinn, styrktarfélag sykursjúkra barna Arnarhraun 23
220 Hafnarfjörður
dropinn@dropinn.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Youtube
Skráning á póstlista

Takk fyrir skráninguna

©2024 by Dropinn.is

bottom of page