Stjórn Dropans boðar til aðalfundar föstudaginn 28.febrúar 2025 kl 18:00
Fundurinn verður haldinn í skátaheimili Mosverja í Álafosskvos Mosfellsbæ. Athugið að ekki má leggja í stæði merkt íbúum svæðisins. Leggja má við stóra bílastæðið við Ásgarð/Álafossbúðina
Á dagskrá fundarins er meðal annars:
Lögbundin aðalfundarstörf.
Lagabreyting:
Borist hefur tillaga þess efnis að sameina stjórnir Dropans og Diabetes á Íslandi. Skv. tillögunni verður stjórnir félaganna sameinaðar en fjárhagur og starfsemi verður áfram aðskildur.
Ársreikningur kynntur.
Kosning í stjórn Dropans. Meðal annars vantar í stöðu gjaldkera og meðstjórnanda.
Kynning á dagskrá og starfi Dropans árið 2025.
Boðið verður uppá drykki og léttar veitingar.
Á staðnum er aðstaða fyrir börn sem koma með foreldrum sínum og verður haft ofan af fyrir börnunum á meðan á fyrirlestrum stendur. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn Dropans geta sett sig í samband við formann, Birgir H í síma 899-8422 eða sent póst tölvupóstfangið birgir@birgirh.is –
Búseta utan höfuðborgar er engin fyrirstaða.
Vinsamlega skráið ykkur á viðburðinn Aðalfundur Dropans 2024
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja,
Stjórnin
Comentarios