top of page
Dropinn aðalLogo JPG-02_edited.jpg
Search

Keila og pizza !!

Pizzu- og keilusíðdegi með Dropanum!

Dropinn býður til skemmtilegs pizzu- og keilusíðdegis sunnudaginn 16. nóvember í keiluhöllinni Egilshöll, þar sem við ætlum að hittast, spjalla og hafa gaman saman í notalegu og afslöppuðu andrúmslofti.

 Dagskrá:

  16:00–17:00 – Keila.

17:00–18:00 – Pizzuveisla.


Viðburðurinn er ætlaður börnum með sykursýki, systkinum þeirra og foreldrum eða forráðamönnum. Þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur að hittast, kynnast öðrum í svipaðri stöðu og styrkja tengslin innan hópsins. Á sama tíma verður kvikmyndatökulið á staðnum, þar sem unnið verður að fræðslumynd um líf barna með sykursýki og starf Dropans. Tökunum  er ætlað  að sýna jákvætt og fjölbreytt samfélag Dropans eins og það er í raun.

Við hlökkum til að sjá ykkur, eiga gleðilegt síðdegi  í góðum félagsskap og jafnframt taka þátt í því að miðla boðskap um samstöðu og styrk barna með sykursýki.


Skráning: Vinsamlega sendið tölvupóst á olinahalla77@gmail.com til að skrá ykkur. Látið fylgja með nafn barnsins og fjölda þeirra sem koma með (systkini og foreldrar eða forráðamenn)

Skráningarfrestur til og með 5.nóvember 2025

 
 
 

Recent Posts

See All
Boð frá Forseta Íslands til Dropans

Við erum hætt að taka á móti skráningum barna á þennan viðburð. Húsnæði forseta Íslands á Bessastöðum er ekki það stórt að það taki endalaust við og við erum þegar búin að skrá þann fjölda barna sem

 
 
 
Útilega Dropans 2025

Kæru foreldrar, Við viljum upplýsa ykkur um að Dropinn hefur tekið frá tjaldsvæðið í Þykkvabænum fyrir félagsmenn helgina 28.–30. júní....

 
 
 
Frestun á aðalfundi 2025

Því miður þá þarf stjórn Dropans að fresta áður auglýstum aðalfundi árs 2025 vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna. Ný dagsetning...

 
 
 

Comments


Dropinn_aðalLogo_JPG-02-removebg-preview.png

Dropinn, styrktarfélag sykursjúkra barna Arnarhraun 23
220 Hafnarfjörður
dropinn@dropinn.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Youtube
Skráning á póstlista

Takk fyrir skráninguna

©2024 by Dropinn.is

bottom of page