Keila og pizza !!
- birgir
- Oct 13
- 1 min read
Pizzu- og keilusíðdegi með Dropanum!
Dropinn býður til skemmtilegs pizzu- og keilusíðdegis sunnudaginn 16. nóvember í keiluhöllinni Egilshöll, þar sem við ætlum að hittast, spjalla og hafa gaman saman í notalegu og afslöppuðu andrúmslofti.
Dagskrá:
16:00–17:00 – Keila.
17:00–18:00 – Pizzuveisla.
Viðburðurinn er ætlaður börnum með sykursýki, systkinum þeirra og foreldrum eða forráðamönnum. Þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur að hittast, kynnast öðrum í svipaðri stöðu og styrkja tengslin innan hópsins. Á sama tíma verður kvikmyndatökulið á staðnum, þar sem unnið verður að fræðslumynd um líf barna með sykursýki og starf Dropans. Tökunum er ætlað að sýna jákvætt og fjölbreytt samfélag Dropans eins og það er í raun.
Við hlökkum til að sjá ykkur, eiga gleðilegt síðdegi í góðum félagsskap og jafnframt taka þátt í því að miðla boðskap um samstöðu og styrk barna með sykursýki.
Skráning: Vinsamlega sendið tölvupóst á olinahalla77@gmail.com til að skrá ykkur. Látið fylgja með nafn barnsins og fjölda þeirra sem koma með (systkini og foreldrar eða forráðamenn)
Skráningarfrestur til og með 5.nóvember 2025

Comments