Dropinn býður nú börnum fædd á árunum 2011-2016 í sumarbúðir að Löngumýri í Skagafirði dagana 06.-10.júní 2025. Tekið er á móti skráningum í netfangið Dropinn@Dropinn.is.
Nánari upplýsingar um ferðina og nákvæm dagskrá verða sett inn þegar nær ferðinni.
En stutta lýsingin er sú að farið er með rútum frá Reykjavík í Skagafjörðinn að morgni 06,júní. Gist verður að Löngumýri í Skagafirði í góðu yfirlæti þar.
Dagarnir 7. 8. og 9.júní verða síðan notaðir til að fara í styttri skoðunarferðir um Skagafjörð sem og einnig er farin dagsferð til Akureyrar.
Með í för er heilbrigðisstarfsfólk sem er með mikla reynslu í því að hlúa að og sjá um börn með sykursýki.
Heimför er síðan þann 10.júní og er áætla að koma verði síðdegis til Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur ferðinni
Með kærri kveðju
Stjórn Dropans
Comments