top of page
birgir

Sumarbúðir 2025.

Dropinn býður nú börnum fædd á árunum 2011-2016 í sumarbúðir að Löngumýri í Skagafirði dagana 06.-10.júní 2025. Tekið er á móti skráningum í netfangið Dropinn@Dropinn.is.

Nánari upplýsingar um ferðina og nákvæm dagskrá verða sett inn þegar nær ferðinni.


En stutta lýsingin er sú að farið er með rútum frá Reykjavík í Skagafjörðinn að morgni 06,júní. Gist verður að Löngumýri í Skagafirði í góðu yfirlæti þar.

Dagarnir 7. 8. og 9.júní verða síðan notaðir til að fara í styttri skoðunarferðir um Skagafjörð sem og einnig er farin dagsferð til Akureyrar.

Með í för er heilbrigðisstarfsfólk sem er með mikla reynslu í því að hlúa að og sjá um börn með sykursýki.

Heimför er síðan þann 10.júní og er áætla að koma verði síðdegis til Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur ferðinni

Með kærri kveðju

Stjórn Dropans

7 views

Recent Posts

See All

Dropinn býður börnunum í Skopp

Dropinn býður börnum með sykursýki í Skopp garðinn föstudaginn 18.10.2024 kl 17:00. Börnin fá að fara í garðinn í 60 mín og þegar hoppinu...

Samstarf Dropans og Símstöðvarinnar

Dropinn er í samstarfi við Símstöðina. Mun Símstöðin sjá um fjáröflun í gegnum síma fyrir Dropann. Þessi fjáröflunarleið hefur reynst...

Ný og endurbætt heimasíða

Nú höfum við sett í loftið nýja og endurbætta heimasíðu fyrir Dropann. Ætlunin er að hér verði að finna upplýsingar um starfsemi...

Comments


bottom of page