top of page
Dropinn aðalLogo JPG-02_edited.jpg

Dropinn býður börnunum í Skopp

birgir

Dropinn býður börnum með sykursýki í Skopp garðinn föstudaginn 18.10.2024 kl 17:00.

Börnin fá að fara í garðinn í 60 mín og þegar hoppinu lýkur er þeim boðið uppá veitingar (pizzu) í aðstöðu Skopps.

Aldurstakmark er 4ár. Umsjónaraðila er boðið frítt með í garðinn.


Gott er að mæta aðeins fyrir tímann til að nýta tímann sem best. Sokkar eru innifaldir sem og veitingarnar. Börn 4ja og fimm ára verða í "barnagarðinum" og hoppa þar.


Endilega skráið ykkur þau sem ætla að mæta svo við getum áætlað fjölda barna sem mæta.


Að sjálfsögðu er eldri systkinum boðið að koma með en foreldrar greiða fyrir þau.


Nánari upplýsingar um Skopp er að finna hér : skoppisland.is




Vonumst til að sjá ykkur sem flest, þegar þið mætið þá takið það fram að þið séuð á vegum Dropans. Til að geta áætlað hversu margir koma til með að koma þá biðjum við foreldra að fara á viðburðinn á fésbókarsíðu Dropans og skrá komu sína þar, https://fb.me/e/4MVnqm1q1


með kærri kveðju

Stjórnin

7 views

Recent Posts

See All

Aðalfundur Dropans 2025

Stjórn Dropans boðar til aðalfundar föstudaginn 28.febrúar 2025 kl 18:00 Fundurinn verður haldinn í skátaheimili Mosverja í Álafosskvos...

Samstarf Dropans og Símstöðvarinnar

Dropinn er í samstarfi við Símstöðina. Mun Símstöðin sjá um fjáröflun í gegnum síma fyrir Dropann. Þessi fjáröflunarleið hefur reynst...

Commentaires


Dropinn_aðalLogo_JPG-02-removebg-preview.png

Dropinn, styrktarfélag sykursjúkra barna Arnarhraun 23
220 Hafnarfjörður
dropinn@dropinn.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Youtube
Skráning á póstlista

Takk fyrir skráninguna

©2024 by Dropinn.is

bottom of page