top of page
Dropinn aðalLogo JPG-02_edited.jpg
Search

Boð frá Forseta Íslands til Dropans

Updated: Oct 31

Við erum hætt að taka á móti skráningum barna á þennan viðburð. Húsnæði forseta Íslands á Bessastöðum er ekki það stórt að það taki endalaust við og við erum þegar búin að skrá þann fjölda barna sem rúmast í þessarri heimsókn.


Stjórn Dropans


Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðið skjólstæðingum Dropans ásamt foreldrum í móttöku á Bessastöðum á deginum okkar, föstudaginn 14. nóvember 2025 kl. 16:00.

Að þessu sinni er meðlimum Dropans boðið það er börnum undir 18 ára aldri, ásamt foreldri eða umráðamanni.


Þar sem rýmið á Bessastöðum er takmarkað biðjum við vinsamlegast að aðeins eitt foreldri eða umráðamaður fylgi hverju barni.


Við kunnum miklar þakkir fyrir skilning og samvinnu – þannig tryggjum við að allir geti notið þessarar fallegu stundar saman.


Við hlökkum til að sjá sem flesta Dropameðlimi á Bessastöðum – þetta verður án efa hlýleg og eftirminnileg stund í fallegu umhverfi og góðu viðmóti forsetans.

Forseti Íslands, hefur sýnt málefnum Dropans mikla hluttekningu og áhuga á velferð barna og fjölskyldna á undanförnum árum


Við heimsóttum Bessastaði síðast árið 2023, og var það kærkomin og nærandi stund sem margir minnast með gleði.


Nú fáum við tækifæri til að skapa nýjar og fallegar minningar saman.

Kær kveðja


f.h stjórnar Dropans.


Birgir Hilmarsson

formaður Dropans

 
 
 

Recent Posts

See All
Keila og pizza !!

Pizzu- og keilusíðdegi með Dropanum! Dropinn býður til skemmtilegs pizzu- og keilusíðdegis sunnudaginn 16. nóvember í keiluhöllinni Egilshöll, þar sem við ætlum að hittast, spjalla og hafa gaman saman

 
 
 
Útilega Dropans 2025

Kæru foreldrar, Við viljum upplýsa ykkur um að Dropinn hefur tekið frá tjaldsvæðið í Þykkvabænum fyrir félagsmenn helgina 28.–30. júní....

 
 
 
Frestun á aðalfundi 2025

Því miður þá þarf stjórn Dropans að fresta áður auglýstum aðalfundi árs 2025 vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna. Ný dagsetning...

 
 
 

Comments


Dropinn_aðalLogo_JPG-02-removebg-preview.png

Dropinn, styrktarfélag sykursjúkra barna Arnarhraun 23
220 Hafnarfjörður
dropinn@dropinn.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Youtube
Skráning á póstlista

Takk fyrir skráninguna

©2024 by Dropinn.is

bottom of page