Boð frá Forseta Íslands til Dropans
- birgir
- Oct 29
- 1 min read
Updated: Oct 31
Við erum hætt að taka á móti skráningum barna á þennan viðburð. Húsnæði forseta Íslands á Bessastöðum er ekki það stórt að það taki endalaust við og við erum þegar búin að skrá þann fjölda barna sem rúmast í þessarri heimsókn.
Stjórn Dropans
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðið skjólstæðingum Dropans ásamt foreldrum í móttöku á Bessastöðum á deginum okkar, föstudaginn 14. nóvember 2025 kl. 16:00.
Að þessu sinni er meðlimum Dropans boðið það er börnum undir 18 ára aldri, ásamt foreldri eða umráðamanni.
Þar sem rýmið á Bessastöðum er takmarkað biðjum við vinsamlegast að aðeins eitt foreldri eða umráðamaður fylgi hverju barni.
Við kunnum miklar þakkir fyrir skilning og samvinnu – þannig tryggjum við að allir geti notið þessarar fallegu stundar saman.
Við hlökkum til að sjá sem flesta Dropameðlimi á Bessastöðum – þetta verður án efa hlýleg og eftirminnileg stund í fallegu umhverfi og góðu viðmóti forsetans.
Forseti Íslands, hefur sýnt málefnum Dropans mikla hluttekningu og áhuga á velferð barna og fjölskyldna á undanförnum árum
Við heimsóttum Bessastaði síðast árið 2023, og var það kærkomin og nærandi stund sem margir minnast með gleði.
Nú fáum við tækifæri til að skapa nýjar og fallegar minningar saman.
Kær kveðja
f.h stjórnar Dropans.
Birgir Hilmarsson
formaður Dropans

Comments