top of page
Dropinn aðalLogo JPG-02_edited.jpg
Search

Útilega Dropans 2025

Kæru foreldrar,

Við viljum upplýsa ykkur um að Dropinn hefur tekið frá tjaldsvæðið í Þykkvabænum fyrir félagsmenn helgina 28.–30. júní. Öllum félögum og fjölskyldum þeirra er boðið að koma og njóta dvalar á tjaldsvæðinu frá föstudegi til sunnudags. Dropinn mun standa straum af dvalarkostnaði – það eina sem þarf að gera er að láta starfsfólk svæðisins vita að þið séuð á vegum Dropans.

Auk þess hefur Dropinn tekið á leigu íþróttahúsið á svæðinu. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja nýta húsið með börnum sínum geta fengið lykil hjá umsjónarmanni svæðisins. Mikilvægt er að sá sem tekur við lyklinum beri ábyrgð á góðri umgengni og að húsið sé skilað í því ástandi sem það var í við afhendingu.

Við vonum innilega að sem flestir sjái sér fært að taka þátt og njóta samverunnar í notalegu umhverfi. Þótt skráning hafi verið heldur minni en vonast var eftir í fyrstu, sjáum við þetta sem tækifæri til að skapa góða upplifun fyrir þá sem mæta – og skoðum aðrar útfærslur fyrir næsta ár ef þess gerist þörf.

Með bestu kveðju,

f.h. stjórnar

Birgir HilmarssonFormaður Dropans

 
 
 

Recent Posts

See All
Frestun á aðalfundi 2025

Því miður þá þarf stjórn Dropans að fresta áður auglýstum aðalfundi árs 2025 vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna. Ný dagsetning...

 
 
 
Aðalfundur Dropans 2025

Stjórn Dropans boðar til aðalfundar föstudaginn 28.febrúar 2025 kl 18:00 Fundurinn verður haldinn í skátaheimili Mosverja í Álafosskvos...

 
 
 

Comments


Dropinn_aðalLogo_JPG-02-removebg-preview.png

Dropinn, styrktarfélag sykursjúkra barna Arnarhraun 23
220 Hafnarfjörður
dropinn@dropinn.is

  • Instagram
  • Facebook
  • Youtube
Skráning á póstlista

Takk fyrir skráninguna

©2024 by Dropinn.is

bottom of page