Útilega Dropans 2025
- birgir
- Jun 24
- 1 min read
Kæru foreldrar,
Við viljum upplýsa ykkur um að Dropinn hefur tekið frá tjaldsvæðið í Þykkvabænum fyrir félagsmenn helgina 28.–30. júní. Öllum félögum og fjölskyldum þeirra er boðið að koma og njóta dvalar á tjaldsvæðinu frá föstudegi til sunnudags. Dropinn mun standa straum af dvalarkostnaði – það eina sem þarf að gera er að láta starfsfólk svæðisins vita að þið séuð á vegum Dropans.
Auk þess hefur Dropinn tekið á leigu íþróttahúsið á svæðinu. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja nýta húsið með börnum sínum geta fengið lykil hjá umsjónarmanni svæðisins. Mikilvægt er að sá sem tekur við lyklinum beri ábyrgð á góðri umgengni og að húsið sé skilað í því ástandi sem það var í við afhendingu.
Við vonum innilega að sem flestir sjái sér fært að taka þátt og njóta samverunnar í notalegu umhverfi. Þótt skráning hafi verið heldur minni en vonast var eftir í fyrstu, sjáum við þetta sem tækifæri til að skapa góða upplifun fyrir þá sem mæta – og skoðum aðrar útfærslur fyrir næsta ár ef þess gerist þörf.
Með bestu kveðju,
f.h. stjórnar
Birgir HilmarssonFormaður Dropans
Comments