Unglingaferð til Svíþjóðar 8.-15.júní 2024

Að vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð sumarið 2024. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 2005-2009). Í einhverjum tilfellum gætu eldri einstaklingar farið með ef viðkomandi hefur ekki áður fengið færi á að koma með. Komin er staðfesting frá frændum okkar í Svíþjóð um að þeir ætla að taka á móti hópnum okkar þann …

Aðalfundur

Stjórn Dropans boðar til aðalfundar föstudaginn 12.maí kl.18:00. Fundurinn fer fram í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði Haukahrauni 1. Gengið er inn hægra megin á húsinu (ekki aðalinngang). Á dagskrá eru lögbundin aðalfundarstörf, ársreikningur kynntur, stutt kynning á fyrirhugaðri sumarbúðarferð og önnur mál/umræður. Boðið verður uppá drykki og léttar veitingar. Það verður fimleikasalur fyrir krakkana til að …

Skráning í barna sumarbúðirnar 9-13.júní

Ath að búið að loka fyrir skráningu í sumarbúðir barna. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir, sendið þá póst á dropinn@dropinn.is. Sumarbúðir barna verða að Löngumýri í Skagafirði 09.-13. júní. Sumarbúðir barna eru haldnar fyrir börn fædd árin 2010 – 2015. Dropinn heldur utan um skráningu, en fagleg umsjón er í höndum Sykursýkisteymis Barnaspítalans.  Þátttökugjaldið er …

Fjölskylduhittingur í fimleikasal Fylkis laugardaginn 10. september kl. 16-18

Dropinn býður börnum með sykursýki og fjölskyldum þeirra í hitting í fimleikasal Fylkis að Norðlingabraut 12 (bak við bensínstöðina við hliðina á Bros). Leiktæki og gryfja salarins verða opin fyrir börnin til að leika sér. Hvetjum þá sem lagt geta lið að koma með smáræði á sameiginlegt veisluborð. Drykkir verða í boði Dropans.  Vonumst til …

Unglingaferð Dropans 2022

Að vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð í sumar. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 2004-2008). Í einhverjum tilfellum gætu eldri einstaklingar farið með ef viðkomandi hefur ekki áður fengið færi á að koma með. Nýgreindir hafa forgang í ferðina. Farið verður til Svíþjóðar þar sem búið verður á skólaskipinu Kvartsita og siglt um …

Aðalfundarboð

Stjórn Dropans boðar til aðalfundar þriðjdudaginn 22.mars kl 20:00 Fundurinn fer fram á fjarfundarformi. Tengill er sendur út á póstlista og deilt á FB síðu foreldra T1 barna. Á dagskrá eru lögbundin aðalfundarstörf, stutt kynning á fyrirhugaðri sumarferð unglinga og önnur mál/umræður. Búast má við hrókeringum í stjórn og þörf er á nýju fólki. Áhugasamir …

Skráning er hafin í sumarbúðir barna og unglinga

Nú hafa þær gleðifréttir borist að við höfum fengið grænt ljós á sumarbúðir barna og unglinga í ár. Sumarbúðir barna verða að Löngumýri í Skagafirði 11.-15. júní en sumarbúðir unglinga að Bakkaflöt í Skagafirði 11.-14. júní. Sumarbúðir barna eru haldnar fyrir börn fædd árin 2008 – 2013. Unglingaferðin er ætluð 14-18 ára unglingum fædd 2003-2007. …

Tilkynning til foreldra v. Medic Alert

MedicAlert er mjög mikilvægt til að tryggja öryggi barna og fullorðinna með sykursýki af tegund 1. Sérstaklega ef að eitthvað óvænt kemur upp á ss slys og bráð veikindi. Enn mikilvægara á ferðum erlendis þar sem engar upplýsingar eru til um einstaklinginn í sjúkraskrárkerfum. Mikilvægt að fólk viti: 1 Það hefur alltaf þurft að borga …

Tilkynninga vegna símasöfnunar Dropans

Fyrir mistök voru fyrstu kröfur vegna símasöfnunar stofnaðar sem hefðbundnar kröfur og báru vexti. Við biðjumst velvirðingar á því. Allar ógreiddar kröfur verða felldar niður og endurstofnaðar og bera ekki vexti. Símasöfnunin gengur vonum framar og þökkum við öllum þeim sem lagt hafa lið kærlega fyrir veittan stuðnin.

Símasöfnun Dropans

Þar sem ekki hefur viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og lítið gerst í þeim málum hjá félaginu fyrir utan Reykjavíkurmaraþon hefur stjórn félagsins sett af stað símasöfnun. Á næsta ári ætlum við okkur að halda bæði unglingabúðir á Kvartsita og barnabúðir í Löngumýri og því ljóst að við þurfum halda vel á spöðunum.  Stjórn …